<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 24, 2004

Morgundagurinn ekki til?

Dagurinn í dag er morgundagur gærdagsins og gærdagur morgundagsins. Ef dagurinn í dag er til er þá ekki bróðir hans, morgundagurinn, einnig til? Var gærdagurinn til eða ekki? Viljum við viðurkenna eitt hugtakana en ekki annað? Þó morgundagurinn sé enn ókominn, er hann jafnmikið til og dagurinn í dag. Ef efahyggjumaðurinn er að draga hið ókomna í efa, þykir mér rangt af honum að notast við svo víð hugtök sem "dagur". Vilji hann halda því fram að morgundagurinn sé ekki raunverulegur sökum þess að hann sé ókominn ætti hann að efast jafnmikið um það sem eftir er af deginum í dag. Ég gruna efahyggjumanninn sterklega um að notast við hugtök sem ekki ríma við hugmyndina, hver svo sem hún á að vera. Ég gruna efahyggjumanninn um orðhengilshátt og vanhugsaðar upphrópanir eða tilvitnanir teknar úr samhengi. Ég gruna efahyggjumanninn um að vilja sýnast djúpur fremur en vera.

Em: Morgundagurinn er ekki til!
Ég: Af hverju segirðu það?
Em: Því hann kemur aldrei.
Ég: En er þá dagurinn í dag til?
Em: Já.
Ég: Þó að það sé einungis núið sem við skynjum en ekki dagurinn í heild sinni?
Em: Já.
Ég: Hvernig getur dagurinn í dag verið til þegar hann er ekki liðinn og hluti hans er ókominn eins og morgundagurinn?

Ég held að Efahyggjumaðurinn hafi dottið í pytt flótfærni þegar hann sló því föstu að morgundagurinn væri ekki til. Því þó morgundagurinn komi aldrei (í þeim skilningi að við köllum þann dag sem við upplifum daginn í dag en ekki morgundag) erum við óralangt frá því að mega halda því fram að hann sé ekki til. Það væri merkilegt að spurja efahyggjumanninn útí mánuðinn. Ætli þessi mánuður sé til (þó eflaust ekki næsti) en í hann vanti samt daga svo hann fellur ekki lengur að skilgreiningu? Já ég vona að Efahyggjumaðurinn átti sig á því að orðhengilsháttur er vandmeðfarið áhugamál.

  • This page is powered by Blogger. Isn't yours?