fimmtudagur, janúar 13, 2005
Óafsakanleg sálusala í þágu markaðssetningar
Það angrar mig mikið að Salma Hayek skuli prýða kápu bókarinnar FRIDA, ævisögu Fridu Kahlo. Bókin kom fyrst út árið 1984 og svo aftur 2002 en þá með mynd af Hayek framaná. Þarf í alvörunni að Hollywood-væða hvert einasta ritverk sem á einn eða annan hátt má tengja kvikmynd. Er það ekki vanvirðing við listamanninn að smella einhverri puntudúkku framan á ævisögu hennar þegar til eru ótal margar myndir af henni sjálfri sem hægt hefði verið að notast við? Hver er tilgangurinn? Von um aukna markaðssetningu að sjálfsögðu. Þessi Hollywood-væðing hefur alltaf farið í taugarnar á mér, en þó þykir mér betur mega afsaka hana þegar persónur bóka eru skáldaðar en þegar þær hafa raunverulega verið til. Kápa bókar í formi ævisögu ætti, að mínu mati, aldrei að sýna neinn annan en þann sem bókin fjallar um.
Það angrar mig mikið að Salma Hayek skuli prýða kápu bókarinnar FRIDA, ævisögu Fridu Kahlo. Bókin kom fyrst út árið 1984 og svo aftur 2002 en þá með mynd af Hayek framaná. Þarf í alvörunni að Hollywood-væða hvert einasta ritverk sem á einn eða annan hátt má tengja kvikmynd. Er það ekki vanvirðing við listamanninn að smella einhverri puntudúkku framan á ævisögu hennar þegar til eru ótal margar myndir af henni sjálfri sem hægt hefði verið að notast við? Hver er tilgangurinn? Von um aukna markaðssetningu að sjálfsögðu. Þessi Hollywood-væðing hefur alltaf farið í taugarnar á mér, en þó þykir mér betur mega afsaka hana þegar persónur bóka eru skáldaðar en þegar þær hafa raunverulega verið til. Kápa bókar í formi ævisögu ætti, að mínu mati, aldrei að sýna neinn annan en þann sem bókin fjallar um.