<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ósvífin í svefni

í nótt stal ég innkaupakörfu af gamalli konu. Ég var að versla og hafði gleymt að taka mér körfu við innganginn undir jarðeplin mín. Þar sem ég stóð við grænmetisstandinn, með fangið fullt af kartöflum, rak ég augun í körfu gamallar konu sem stóð ein og yfirgefin innan um kálhausa og hreðkur. Ég leit í kringum mig og hvolfdi síðan eldsnöggt úr körfu gömlu konunnar til þess að geta notað hana sjálf. Um leið og ég hafði komið síðustu kartöflunni minni fyrir í stolnu körfunni minni kom aumingja gamla konan aftur með baunadósina sem hún hafði verið að ná í. Full af tilfinningakulda siðlausrar manneskju, benti ég klökkri aldraðri konu á eftir blásaklausum manni um leið og hlóð perum og appelsínum í fangið á henni.
  • This page is powered by Blogger. Isn't yours?