<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 13, 2005

Árshátíðin var greit Böbbi!

Maður kvöldsins var Sigurður Tómas, sem "tapaði sér í æsinginum" og fór í ljótudansakeppni við sjálfan sig. Sigurður hoppaði ýmist á báðum eða öðrum fæti um pleisið og tókst á endanum að hlussa sér á tærnar mínar. Þessi hluss-ólukka væri ekki í frásögur færandi hefði a) Sigurður ekki verið í ljótudansakeppni við sjálfan sig, b) Sigurði ekki tekist að brjóta af mér hálfa tánögl og slasa aðra tá til viðbótar. Herra Stóratá og herra Næststærstatá voru báðir afar óhamingjusamir og ég fann til með þeim þangað til ég sá blóðið og fann meira til í þeim. Háttvís og úrræðagóð, að eðlisfari, huldi ég pollinn með blöðrum og læddist burt...með ógeðslega blóðslóð á eftir mér sem varð með engu móti flúin. Djöfull er lítið grand að vera gaurinn sem á blóðið!
Miðbærinn ekki innan seilingar frekar en frekari dans, svo ég setti upp skeifu og fór. Sigurður sigraði ljótudansakeppnina, en þess má geta að enginn annar tók þátt og þykir sigurinn ekki mikið afreksverk fyrir vikið.

Kvöldið var, á heildina litið, hið besta og allir kátir, nema Sveppi sem fær fjóra títuprjóna í rassinn fyrir gangráðsbrandarann, hann var taktlaus og glataður í alla staði.
  • This page is powered by Blogger. Isn't yours?